Tónfræðigreinar

Tónfræðigreinar eru skyldunámsgreinar í tónlistarskólum sem starfa samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Undir tónfræðigreinar flokkast tónheyrn, tónfræði, hljómfræði og tónlistarsaga.

Í Tónlistarskóla Seltjarnarness hefja nemendur nám í tónfræðigreinum í fimmta bekk grunnskóla. Kennslan fer fram í hóptímum og miðað er við að í hverjum hópi séu ekki fleiri en tíu nemendur.

Hver áfangi í tónfræðigreinum nær yfir heilt skólaár og lýkur með prófi að vori. Til að standast áfangann þarf að ná einkunninni 6.


Grunnnám

Nemendur fá þjálfun í nótnalestri, nótnaritun, hryn, söng eftir nótum, hlustun, greiningu og sköpun. Auk þess kynnast þeir mismunandi hljóðfærum og fá innsýn í tónlistarsöguna.

Hver kennslustund er 50 mínútur á viku og hefðbundinn námstími er um það bil þrjú ár.

 

Miðnám

Unnið er með sömu atriði og í grunnnáminu. Aukin áhersla er lögð á hlustun og greiningu sem og grunnatriði hljómfræðinnar. Einnig fær tónlistarsaga meira vægi í kennslunni. Einn hluti námsins felst í því að vinna valverkefni sem getur til dæmis verið ritgerð, fyrirlestur eða tónsmíð.

Miðnámi lýkur með samræmdu prófi að vori.

Hver kennslustund er 50-75 mínútur á viku og hefðbundinn námstími er þrjú til fjögur ár.

 

Framhaldsnám

Tónheyrn. Kenndir eru tveir áfangar, Tónheyrn I og Tónheyrn II, þar sem unnið er með söng, hljóma og hryn. Námið byggir bæði á skriflegum og munnlegum æfingum.

Hver kennslustund er 75 mínútur á viku og hefðbundinn námstími fyrir hvorn áfanga er eitt ár.

Nemendur taka próf í hverjum tíma og gildir meðaltal 20 hæstu einkunna sem lokaeinkunn.

 

Hljómfræði.

Tónlistarsaga. Kenndir eru tveir áfangar, Tónlistarsaga I og Tónlistarsaga II. Í fyrri áfanganum er fjallað um miðalda- og endurreisnartímabilið og í þeim seinni er fjallað um barokk- og klassíska tímabilið. 

Hver kennslustund er 60 mínútur á viku og hefðbundinn námstími fyrir hvorn áfanga er eitt ár.

Nemendur taka skriflegt próf í lok hvers áfanga.

Tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsaga eru valáfangar og einungis í boði ef næg þátttaka fæst. Námið fæst metið til eininga í framhaldsskólum.


Tónfræðigreinar