Jólatónleikar Strengjasveitar Tónlistarskóla Seltjarnarness

Strengjajól

Strengjasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness heldur sína árlegu jólatónleika á Bókasafni Seltjarnarness mánudaginn 2. desember næstkomandi kl. 17:30 í tónleikaröðinni Tónstöfum, sem er samstarfsverkefni Tónlistarskóla Seltjarnarness og bókasafnsins. Þessir tónleikar strengjasveitarinnar í byrjun desember eru löngu orðnir að hefðbundnum lið í aðdraganda jóla á Seltjarnarnesi og í starfi tónlistarskólans. Meðal efnis er Jólakonsert Corellis.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bókasafn Seltjarnarness er staðsett á hæðinni fyrir ofan Hagkaup á Eiðistorgi.


Efnisskrá

W.A. Mozart:

Allegro vivace assai

(1. kafli úr strengjakvartett í G-dúr, KV 387)

A. Corelli:

Jólakonsert nr. 8

Tormé & Wells:

Chestnuts Roasting on an Open Fire

M. Praetorius:

Það aldin út er sprungið

 

Flytjendur

Strengjasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness

Margrét Dórothea Jónsdóttir, 1. fiðla

Gyða Katrín Guðnadóttir, 1. fiðla

Jelena Kuzminova, 2. fiðla

Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir, 2. fiðla

Edda Rún Gunnarsdóttir, víóla

Sylvía Spilliaert, selló

Lovísa Fjeldsted, selló


Tónleikaskrá