Einkatímar í hljóðfæraleik

Frá og með þriðja bekk grunnskóla geta nemendur sótt um að komast í frekara hljóðfæranám við skólann. Hljóðfæranám fer fram í einkatímum og fær nemandi í fullu námi 60 mínútna kennslu á viku sem fyrstu námsárin er skipt í tvo 30 mínútna tíma. 

Samkvæmt aðalnámskránni skiptist námið í þrjá megináfanga – grunnnám, miðnám og framhaldsnám – og lýkur hverjum áfanga með prófi, annars vegar í hljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðigreinum. Nemendur sækja annan hljóðfæratíma vikunnar á kennslutíma grunnskóla.

Kennt er á velflest hljóðfæri í öllum hljóðfæraflokkum:

Hljómborðshljóðfæri: píanó, harmónikka

Strengjahljóðfæri: fiðla, víóla, selló, kontrabassi

Gítar: klassískur gítar, rafgítar, rafbassi

Tréblásturshljóðfæri: þverflauta, óbó, klarínett, fagott, saxófónn, blokkflauta

Málmblásturshljóðfæri: trompet, kornett, horn, básúna, barítón, túba

Slagverk: trommusett, mallethljóðfæri, önnur ásláttarhljóðfæri


Einkatímar í hljóðfæraleika