Fréttir

Skólalúðrasveit  Seltjarnarness 50. ára. Afmælisfögnuður í Seltjarnarseskirkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00

9.11.2017

Laugardaginn 11. nóvember blæs Skólalúðrasveit Seltjarnarness til afmælis- og tónlistarveislu í Seltjarnarneskirkju kl. 14.00 og er öllum Seltirningum og velunnurum lúðrasveitarinnar boðið. 


Skólalúðrasveitin tók til starfa í Mýrarhúsaskóla haustið 1967 og hefur starfað óslitið síðan við góðan orðstýr. Hundruðir barna hafa æft og spilað með lúðrasveitinni í gegnum tíðina. Með hressandi tónlist sinni hafa þau svo sannarlega glatt bæði íbúa bæjarins og hlustendur hér heima og erlendis. Það er því vel við hæfi að fagna 50 árunum og farsælum ferli með því að rifja upp söguna, spila tónlist og bjóða lúðrasveitarfélögum og bæjarbúum í afmæliskaffi í tilefni tímamótanna.

Fréttir