Jafnréttisáætlun Tónlistarskóla Seltjarnarness

Jafnréttisáætlun Tónlistarskóla Seltjarnarness er byggð á jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar, sem unnin er samkvæmt 12. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Jafréttisáætlun Tónlistarskóla Seltjarnarness tekur annars vegar til nemenda og hins vegar til starfsfólks. Markmiðið með áætluninni er að tryggja jafnrétti kynjanna í öllu starfi skólans.


Nemendur.

Menntun og starfshættir:

Mikilvægt er að hver og einn nemandi fái notið sín á eigin forsendum og að honum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis til dæmis í formi mismunandi kennsluaðferða, námsgagna eða hljóðfæravals.

Öll vinna nemenda skal vera í anda jafnréttis þar sem lögð er áhersla á að þeir rækti með sér samkennd, vináttu og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra. Gætt skal að því að jafnræði sé milli kynja til áhrifa og þátttöku. Einnig skal jafna hlut nemenda við hvert tækifæri þegar þeir koma fram fyrir hönd skólans eins og kostur er.

Ábyrgð: Skólastjórnendur og deildastjórar.


Kynbundin- og kynferðisleg áreitni:

Kynbundin- og kynferðisleg áreitni er ekki liðin í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Ábyrgð: Skólastjórnendur


Starfsfólk.

Ráðingar starfsmanna:

Við nýráðningar starfsfólks verður leitast við að jafna kynjahlutfall. Skal það kyn sem er í minnihluta í starfi því sem auglýst er að öllu jöfnu ganga fyrir ef um jafnhæfa einstaklinga er að ræða.

Ábyrgð: Skólastjórnendur


Endurmenntun og starfsþjálfun:

Allt starfsfólk Tónlistarskóla Seltjarnarness á að njóta sömu mögurleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Ábyrgð: Skólastjórnendur


Launajafnrétti:

Launajafnrétti er í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Komi annað í ljós skal það leiðrétt.

Ábyrgð: Skólastjórnendur


Samræming atvinnu og fjölskyldulífs:

Mikilvægt er að stuðla að sem bestu jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs starfsfólks og gera því kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu eins og kostur er.

Ábyrgð: Skólastjóri


Kynbundin- og kynferðisleg áreitni:

Kynbundin- og kynferðisleg áreitni er ekki liðin í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Verði uppvíst um slíka hegðun ber að gera viðkomandi yfirmanni eða trúnaðarmanni viðvart og skal endir bundinn á hana.

Ábyrgð: Skólastjórnendur, trúnaðarmenn


Áætlunin gerð í nóvember 2015 og hún yfirfarin í ágúst 2017.Jafnréttisáætlun