Fréttir

Opið fyrir umsóknir um skólavist í Tónlistarskólann fyrir skólaárið 2021 - 2022 - 9.4.2021

Nú er hægt að sækja um skólavist á heimasíðunni http://www.seltjarnarnes.is/ fyrir næsta vetur.

Farið er inná "mínar síður" í hægra horninu efst og skráð sig inn þar.


Umsóknarfrestur er til 17. maí.


Lesa meira

Skólahald eftir páska - 7.4.2021

Eins og fram hefur komið hefur ný reglugerð um takmarkanir á skólahaldi tekið gildi. Samkvæmt henni verður haldið úti hefðbundnu skólastarfi Í Tónlistarskólanum. Ekki er þó heimilt að fá foreldra eða aðra aðstendendur inn í skólann á viðburði s.s. tónleika.

Skólahald fellur niður - 25.3.2021

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Tónlistarskóla Seltjarnarness Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verða allir tónlistarskólar lokaðir frá og með deginum í dag til 1. apríl. Nemendur eru því komnir í páskafrí og við vonumst til þess að hitta alla hressa eftir páska en munum að sjálfsögðu senda upplýsingar um leið og þær berast okkur. 

Vetrarfrí mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar - 19.2.2021

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar er vetrarfrí í Tónlistarskólanum. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. febrúar.

Fréttir