Fréttir

OPIÐ HÚS Í TÓNLISTARSKÓLA SELTJARNARNESS

12.2.2014

Tónlistarskólar á Íslandi


Á Íslandi starfa um 90 tónlistarskólar. Hjá þeim starfa um 900 kennarar og nemendur eru um 15.000 talsins. Fyrstu lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla voru sett 1963 og er nú kennt eftir samræmdum námskrám sem menntamálaráðuneytið gefur út. Í skólunum eiga nemendur kost á fjölbreyttu tónlistarnámi. Skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í menningarlífi hvers byggðarlags.

OPIÐ HÚS Í TÓNLISTARSKÓLA SELTJARNARNESS

Laugarfdaginn 15. febrúar 2014 frá kl. 14:00 - 16:00 Boðið verður upp á fjölbreytta tónlistardagskrá, samspil og einleik á
nokkrum stöðum innan skólans. Hljóðfærakynning, sérstaklega ætluð blokkflautunemendum verður í kennslustofum skólans. Þar verða kennarar og lengra komnir nemendur til skrafs og ráðagerða ef einhverjar spurningar vakna varðandi tónlistarnámið.

Við viljum vekja athygli á veglegu kaffihlaðborði sem gestum býðst gegn vægu verði. Ágóði rennur í ferðasjóð skólalúðrasveita. Allir hjartanlega velkomnir


Fréttir