Selnestríó gerir víðreist

Fjölbreytt samspil er ávallt til staðar í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Í vetur hefur verið starfrækt tríó, sem haldið hefur tónleika víða á höfuðborgarsvæðinu nú í marsmánuði. Selnestríó, sem samanstendur af flautu, víólu og píanói. Þetta eru tveir framhaldsnemendur við skólann á flautu og víólu ásamt Halldóri Víkingssyni píanókennara, sem leiðir æfingar í kammertónlist við skólann.

Á flautu er Ari Hörður Friðbjarnarson, sem hefur verið nemandi Jóns Guðmundssonar flautukennara frá haustinu 2004. Hann er á öðru ári í MR.

Á víólu er Edda Rún Gunnarsdóttir, nemandi Helgu Þórarinsdóttur víólu- og fiðlukennara. Hún hóf tónlistarnám hausið 2002, og lærði á fiðlu áður en hún fór yfir á víólu. Hún lýkur stúdentsprófi við MR í vor.

Mikilvægt er að langt komnir nemendur fái reynslu af tónleikahaldi og einnig tækifæri til að spila kammertónlist, sem gerir miklar kröfur til flytjenda í samspili enda er þá enginn stjórnandinn. Á efnisskrá Selnestríós eru verk eftir Reynaldo Hahn, Wolfgang Amadeus Mozart og Max Bruch auk breskra og ískra þjóðlaga.

 

 

   


Tilkynningar