Tónstafir - Tónleikar á Bókasafni fimmtudaginn 15. des. kl. 17:00

Sannkallaður jólaandi mun ríkja á tónleikum strengjasveitar sem leikur undir stjórn fiðlukennarans Helgu Þórarinsdóttur í Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 15. desember kl. 17:00. Sveitin er skipuð nemendum úr Tónskóla Sigursveins.

Fluttur verður Jólakonsert Corellis og þekkt jólalög eins og Nóttin var sú ágæt ein, Hvít jól og fleiri falleg lög sem koma gestum í hátíðarskap.

Tónleikarnir eru hluti af samstarfsverkefni Bókasafns Seltjarnarness og Tónlistarskóla Seltjarnarness undir heitinu Tónstafir

Aðgangur er ókeypis.


Tónleikaskrá