Tónstafir 12. apríl kl. 17:30 - Gítarflautan

Fimmtudaginn 12. apríl kl. 17:30 verða Annamaría Lopa gítarleikari og Kristrún Helga Björnsdóttir gestir Tónstafa en þessir tónleikar eru samstarfsverkefnis Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. 
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


Kristrún Helga Björnsdóttir lauk Blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987. Frá þeim tíma hefur hún starfað jöfnum höndum sem tónlistarkennari og flautuleikari í hinum ýmsu kammerhópum og hljómsveitum. Hún
er í stjórn Íslenska flautukórsins og er leiðandi flautuleikari í Sinfónlíuhljómsveit áhugamanna. Kristrún hefur kennt á þverflautu við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar frá hausti 2002.
Annamaria Lopa er ítalskur gítarkennari. Hún lærði í Conservatory of Music “Lorenzo Perosi” í Campobasso á Ítalíu, og í Accademia Chigiana í Siena. Árið 1998 lauk hún meistaraprófið með hæstu einkunn. Hún tók þátt í, og vann margar
tónlistarkeppnir (International Young Musicians competitions í Barletta, Mottola, Lodi, Savona, Roma, Gargnano o.fl.). Siðar lauk hún B.A. graður í Jazz. Á sama tima kenndi hún á gítar í tónlistarskólanum í Molise, á Ítalíu, og spilaði með ymsum hljómsveitum Á árunum 2003-08 lauk hún B.A. og M.A. prófi í tónlistar- og gítarkennslu. Hún flutti til Íslands í júli 2009. Hún hefur kennt tónmment í grunnskóla og hefur verið í samvinnu við tónskólann Tóney með verkefni fyrir leik- og grunnskólanemendur. Síðan 2015 hefur hún kennt hún á gítar við Tónlistarskóla Seltjarnarness.



Tónleikaskrá