Tónleikar í Kaldalóni

23. ágúst kl. 21:00

Ari Bragi einn af fyrverandi nemendum skólans.

Ari Bragi Kárason er einn okkar allra bestu trompetleikara og hefur undanfarið alið manninn í New York og freistað þess að víkka hugann og hæfileikana enn frekar. Þar starfar hann með hljómsveit sem heitir Melismetiq og hefur á að skipa nokkrum frambærilegustu listamönnum sem sjúga í sig tónlistaráhrifin í þessari höfuðborg jazzins. Þeir koma við eftir tónleikaferð í Evrópu og spila fyrir gesti Jazzhátíðar Reykjavíkur í Kaldalónssal Hörpu 23. ágúst.

Ari Bragi Kárason -Trumpet

Shai Maestro – Keyboards

Sam Minaie- Bass

Arthur Hnatek – Drums, ElectronicsTónleikaskrá