TE OG TÓNLIST

Tríótónlist á Bókasafni Seltjarnarness 4. mars næstkomandi

Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Te og tónlist verða á Bókasafni Seltjarnarness mán. 4. mars næstkomandi kl. 17:30. 

Það eru tríótónleikar með verkum fyrir fiðlu, selló og píanó. Margrét Dórothea Jónsdóttir fiðla og Kristín Edda Frímannsdóttir selló, báðar eru þær framhaldsnemendur við Tónlistarskóla Seltjarnarness, og Halldór Víkingsson píanókennari. Margrét Dórothea hefur verið nemandi Helgu Þórarinsdóttur á fiðlu, og Kristín Edda er nemandi Lovísu Fjeldsted á selló. Halldór er píanókennari við Tónlistarskóla Seltjarnarness og leiðir æfingar í kammertónlist við skólann. 

Flutt verður hið þekkta "Sígaunatríó" eftir Joseph Haydn, og noktúrna op. 83 nr. 6 eftir Max Bruch.

Tónleikaskrá