Fréttir
Opið fyrir umsóknir um skólavist í Tónlistarskólann fyrir skólaárið 2021 - 2022
Nú er hægt að sækja um skólavist á heimasíðunni http://www.seltjarnarnes.is/ fyrir næsta vetur.
Farið er inná "mínar síður" í hægra horninu efst og skráð sig inn þar.
Umsóknarfrestur er til 17. maí.
Aðeins hefur borið á því undanfarin ár að foreldrar sækja um fyrir sjálfan sig og er þá umsóknin ógild þannig að við biðjum fólk um að gæta þess að nafn barns standi "EFST" á umsókninni.
Ekki skal sækja um fyrir börn sem fara í 1. og 2. bekk á næsta skólaári þar sem þau innritast sjálfkrafa í forskólann hjá okkur.