Fréttir
Heimsóknir í Tónlistarskólanum
Kennsla fellur niður í síðustu viku fyrir jólafrí, en þess í stað mun
skólinn bjóða nemendum Mýrarhúsaskóla og börnum frá Mánabrekku
og Sólbrekku á tónleika í Tónlistarskólanum. Nemendur og kennarar heimsækja
einnig ýmsar stofnanir síðustu dagana fyrir jólafrí.
Fyrsti kennsludagur á nýju ári er mánudagurinn 7. janúar
Starfsfólk Tónlistarskóla Seltjarnarness óskar nemendum og foreldrum
þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á
árinu sem senn er liðið.