Fréttir

DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA

OPIÐ HÚS Í TÓNLISTARSKÓLANUM 23. febrúar frá kl. 14:00-16:00

15.2.2013

Síðasti laugardagur febrúarmánaðar ár hvert er helgaður tónlistarskólum um allt land. Hefð hefur skapast fyrir því að halda mikla hátíð í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi á þessu DEGI TÓNLISTARSKÓLANNA.

Þessi viðburður er hugsaður sem kynning á starfsemi skólans þar sem öllu er tjaldað til. Boðið verður upp á hverskyns
uppákomur bæði samspils og einleikstónleika. Einnig gefst gestum kostur á að kynna sér á hvaða hljóðfæri er kennt við
skólann. Þá verða kennarar skólans til skrafs og ráðagerða ef einhverjar spurningar vakna varðandi námið við skólann.

Auk þess er vert að minnast á veglegt kaffihlaðborð sem gestum býðst gegn vægu verði.

Allir hjartanlega velkomnir


Fréttir