DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA
Tónlistarskólar á Íslandi
Á Íslandi starfa um 90 tónlistarskólar. Hjá þeim starfa um 900 kennarar og nemendur eru um 15.000 talsins. Fyrstu lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla voru sett 1963 og er nú kennt eftir samræmdum námskrám sem menntamálaráðuneytið gefur út. Í skólunum eiga nemendur kost á fjölbreyttu tónlistarnámi. Skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í menningarlífi hvers byggðarlags.
Undir einkennisorðinu Tónlistarskólarnir vinna skólarnir saman að ýmsum verkefnum.
Dagur tónlistarskólanna er síðasta laugardag í febrúarmánuði ár hvert. Þá efna tónlistarskólarnir til hátíðar hver á sínum stað. Meðal viðburða má nefna opið hús, tónleika, hljóðfærakynningar og ýmis konar námskeið. Þá heimsækja nemendur einnig aðra skóla, vinnustaði og heilbrigðisstofnanir í þeim tilgangi að flytja tónlist.
Uppskeruhátíð tónlistarskólanna kallast Nótan og er samvinnuverkefni Félags tónlistarskólakennara (FT), Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Samtaka tónlistarskólastjóra (STS). Hver skóli sendir fulltrúa á sameiginlega landshlutatónleika þar sem valin eru atriði til flutnings á hátíðartónleikum sem jafnframt er tónlistarkeppni. Nemendum sem skara fram úr eru þar veittar viðurkenningar fyrir flutning sinn.
www.tonlistarskolarnir.s