Tónleikar/samkoma til heiðurs Halldóri Haraldssyni, píanóleikara

Okkur langar að vekja athygli þína á tónleikum sem verða haldnir til heiðurs Halldóri Haraldssyni, píanóleikara, í Salnum í Kópavogi laugardaginn 27. október nk. kl. 15:00.

 

Halldór Haraldsson varð 75 ára á árinu og með tónleikunum eru honum þakkir færðar fyrir ómetanlegt framlag á sviði lista-, mennta- og menningarmála á Íslandi í gegnum árin.

 

Flytjendur á tónleikunum verða 26 talsins og mun Halldór sjálfur setjast við flygilinn. Á efnisskránni eru einleiksatriði, dúettar, tríó, kvartett og þegar mest lætur munu 16 hendur leika saman í einu atriði.

 

Verkefnin eru fjölbreytt, myndbrotum verður varpað upp og léttleiki mun svífa yfir vötnum á samkomunni.

 

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir á hátíðina!



 


Tónleikaskrá