Námsmat

Námsmat við skólann er byggt á prófum og umsögnum. Kennari metur ástundun, áhuga, árangur og framfarir nemenda í kennslustundum yfir veturinn en auk þess taka allir nemendur próf að vori. Á vitnisburðarblaði fá nemendur, auk prófeinkunnar, einkunn og umsögn um framvindu námsins á skólaárinu og yfirlit yfir mætingu, þátttöku í samleik og verk leikin á tónleikum.

Samræmd áfangapróf: Nemendur þreyta áfangapróf þegar markmiðum viðkomandi áfanga í aðalnámskrá tónlistarskóla hefur verið náð og er það í höndum kennara að meta hvenær svo er. Áfangaprófin eru þrjú: Grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf. Til þess að áfangapróf séu fullgild þurfa nemendur að ljúka sambærilegu námi í tónfræðagreinum. Prófanefnd tónlistarskóla annast mat á áfangaprófum í íslenskum tónlistarskólum og á hennar vegum starfa sérþjálfaðir prófdómarar. Áfangapróf eru metin til eininga í framhaldsskólum.  

Ekki ljúka allir samræmdu áfangaprófi; þar af leiðandi stendur nemendum einnig til boða að taka próf samkvæmt eldra prófakerfi, svokölluðu stigakerfi. Stigspróf eru dæmd af kennurum skólans. 


Námsmat