Samspil

Samspil er mikilvægur þáttur í tónlistaruppeldi. Hann gegnir veigamiklu hlutverki við þjálfun tónheyrnar, taktskyns, hlustunar og túlkunar. Samleikur eykur félagslegan þroska og umburðarlyndi, eflir samkennd og samskiptahæfni og veitir þátttakendum mikla ánægju. 

Lögð er rækt við að allir nemendur skólans kynnist samleik af einhverju tagi. Hann getur verið af ýmsum toga og efnisvali eru engin takmörk sett. Á hverju skólaári er stofnað til ýmissa kammerhópa og minni hljómsveita. Við skólann er einnig starfrækt skólalúðrasveit og strengjasveit. 

Samspil