Skólareglur Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Nemendur tónlistarskólans skulu:

  • Mæta stundvíslega í kennslustundir og á tónleika.
  • Tilkynna forföll þegar svo ber undir.
  • Hafa meðferðis þau gögn (hljóðfæri, nótnabækur o.fl.) sem ætlast er til að þeir hafi tiltæk hverju sinni.
  • Sýna kurteisi og tillitssemi í framkomu og samskiptum.
  • Ganga vel og af virðingu um húsnæði, búnað og tæki tónlistarskólans.
  • Geyma skótau í hillum og yfirhafnir á snögum í anddyri tónlistarskólans.

Tónlistarskólinn ber ekki ábyrgð á verðmætum nemenda.


Skólareglur